Laugardaginn 26. febrúar, 2005 - Menningarblađ/Lesbók
MYNDLIST - Listasafn ASÍ
Samfélag óttans
Blönduđ tćkni, Ósk Vilhjálmsdóttir
Picture 19

ÓSK Vilhjálmsdóttir er skelegg ađ vanda, sýnir nú á tveimur stöđum í bćnum, í listasafni ASÍ og ásamt Önnu Hallin í Fugli viđ Skólavörđustíg en nánar verđur sagt frá sýningu ţeirra í annarri umfjöllun. Ósk sýnir tvćr innsetningar í Listasafni ASÍ. Frá upphafi ferilsins hefur viđfangsefni listar hennar veriđ af samfélagslegum toga, í verkum sínum leitast hún jafnan viđ ađ draga fram ýmsa ţćtti sem ađ hennar mati eru umhugsunarverđir. Ţar má nefna hlutverk einstaklingsins í samfélaginu, gildismat, t.a.m. eins og ţađ kemur fram hjá yngri kynslóđinni, innprentađ af ţeirri eldri. Hugmyndir um ţađ hvernig samfélagiđ gćti hugsanlega veriđ einhvern veginn öđruvísi var viđfangsefni hennar í eftirminnilegri innsetningu, Eitthvađ annađ, í Gallerí Hlemmi á međan ţađ var og hét. Nú birtast ţessi orđ aftur í list Óskar en samhengi ţeirra er allt öđruvísi. Eitthvađ annađ getur vissulega vísađ í margar áttir. Í Gryfju ASÍ veltir Ósk fyrir sér tilvist nútímamannsins. Einhver hefur tjaldađ tjaldi sínu og úr myrkrinu berst illilegt urr, annađhvort ver dýriđ ţann sem dvelst í tjaldinu eđa ógnar honum utan úr nóttinni. Á einfaldan máta, sem einna helst á eitthvađ skylt međ raunveruleikanum annars vegar og birtingarmátum hans í bíómyndum hins vegar, skapar Ósk andrúmsloft sem nćr föstum tökum á áhorfandanum. Setningin sem letruđ er á vegginn gerir innsetningu hennar enn áhrifameiri en hér opna orđin verkiđ fyrir áhorfandanum og gera honum kleift ađ lesa fleira úr ţví en ella. Sterkasta tilfinningin er ţó fyrir orđlausum óhugnađi, minningin sem verkiđ skilur eftir sig er minningin um hreinan ótta, ótta viđ ofbeldisfullt samfélag, ótta viđ dekkri hliđar mannskepnunnar, einfaldlega frumstćđan ótta, viđ myrkur og óargadýr. Byggist ekki margt í samfélagi okkar á ótta? Á ađ viđhalda ótta? Viđ utanađkomandi, viđ ofbeldi, viđ hryđjuverk o.s.frv. Öflugt lögregluríki og náiđ eftirlit međ einstaklingum er t.d. ekki framkvćmanlegt nema međ viđhaldi ótta hjá almenningi.
Ósk hefur síđan breytt Arinstofu í ákjósanlegt myndbandsrými. Börn í hlutverkaleik og dansi leika sér á myndfletinum en í bakgrunni er loftmynd af Reykjavík og umhverfi og má sjá hvernig byggđin teygir úr sér í allar áttir, landnám nútímamannsins. Ţađ sem á yfirborđinu er frjáls leikur felur einnig í sér ţađ hvernig samfélagiđ leitast viđ ađ steypa einstaklinginn í ákveđiđ mót og einnig má greina snemmbyrjađa valdabaráttu kynjanna ţegar bćđi börnin reyna ađ stjórna leiknum. Holur hlátur sjónvarpssápu fylgir myndinni og gerir hana nöturlega, dregur fram dekkri hliđar og tengir líf einstaklingsins viđ veruleika fjölmiđlanna. Ósk Vilhjálmsdóttir hefur sýnilega náđ sterkum tökum á myndmáli sínu og henni tekst ađ koma undirliggjandi skilabođum til áhorfandans, en ţó alltaf međ ţeim hćtti ađ ţađ er hans ađ túlka ţau sjálfur. Stíll Óskar er hrár og spontant, kröftugur og persónulegur og verk hennar eru yngri kynslóđinni án efa innblástur. Ţađ tekur listamenn yfirleitt nokkurn tíma ađ finna hugmyndum sínum greiđan farveg en Ósk sýnir hér frábćrlega hversu örugg hún er orđin í list sinni.

Ragna Sigurđardóttir