Eirķkur Žorlįksson : Morgunblašiš 13. aprķl, 1994 - Myndlist

Fjölskyldan og heimiliš kemur sjaldan upp ķ ķslenskri myndlist, og žvķ er frķskandi aš skoša žį sżningu, sem nś er ķ gangi ķ sżningarrżmi Geršubergs. Žar hefur Ósk Vilhjįlmsdóttir komiš fyrir ljósmyndum og innsetningu, žar sem įherslan er annars vegar į einstaklinginn heima hjį sér og hins vegar į žann sem dvelur fjarri heimahögum.

Sżningin ķ Geršubergi er tvķžętt. Annars vegar er um aš ręša tólf myndir af jafmörgum einstaklingum, sem hafa veriš festar į steinhellur og lagšar į gólfiš; į myndunum liggja viškomandi į gólfinu heima hjį sér, og myndirnar eru teknar beint aš ofan. Bakgrunnur myndanna er fjölbreyttur (trégólf, parket, munstruš teppi og einlit, dśkar) sem og fólkiš į žeim (börn, unglingar, fulloršiš fólk), en af öllum geislar samt einhver sį frišur, sem vęri vart finnanlegur annars stašar. Ķ sżningarskrį lżsir listakonan žessari tilfinningu į eftirfarandi hįtt:

"Fólkiš leggst į gólf ķ herbergi sķnu - heima - ... hvķlir sig eftir daginn og horfir įn žess aš horfa endilega - upp - hugsar ekki um neitt sérstakt ... Opiš og óvariš - enda lķšur žvķ vel, hjśpaš öryggi heimilisins."

Žaš er söknušurinn eftir žessum öryggishjśp heimkynnanna sem kemur sterkast fram ķ hinum žętti sżningarinnar. Žar er um aš ręša eins konar innsetningu; sex stólar standa ķ kringum hringborš, žrķr žeirra meš fjölda ljósmynda fyrir framan sig, en fyrir framan hina eru sjónvarpsskjįir greyptir ofan ķ boršiš. Myndirnar eru af ólķkum fjölskyldum, sumar gulnašar og velktar, og ķ sjónvarpstękjunum eru einstaklingar af żmsum žjóšernum, sem dvelja fjarri heimahögum, aš sżna myndir af fjölskyldu og vinum, og į ólķkum tungumįlum eru rifjašar upp minningar sem tengjast žeim. Į boršinu eru sķšan kaffibollar, vķnglös, fullir öskubakkar og fleiri merki langrar setu og söknušar. Fjölskylduljósmyndin hefur sjaldan veriš talin merkilegt fyrirbęri ķ listręnum skilningi, en er aušvitaš ómetanleg fyrir žann sem tengist henni. Žessi sżning Óskar leggur einmitt įherslu į žetta mikilvęga gildi: "Ęskan, uppruninn, identitetiš er e.t.v. fališ myndunum. Į ljósmyndinni er žaš sem var žaš sem ER ... augnablikiš ódaušlegt." Žessa er of sjaldan minnst, og hér er žaš gert į viškunnanlegan og nęrfęrinn hįtt.